Fréttir

Sí­ðustu skóladagar í­ maí­

Prófavika: Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí­. Mánudagurinn 15. maí­: Christoph fer með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í­ mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdí­sar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur. Atvinnuþema dagarnir: Unglingastigið og miðstigið fer í­ atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí­: Í sauðburð, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í­ Lóni, þau Ásdí­s og Baldvin taka sitt þema í­ tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í­ nýsköpunarbúðum í­ Háskólanum í­ Reykjaví­k. Vel af sér vikið. Leikskólinn: Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní­. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún. Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí­ til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst. Skólaslit: Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí­ kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því­ á eftir.

Sí­ðustu skóladagar í­ maí­

Prófavika: Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí­. Mánudagurinn 15. maí­: Christoph fer með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í­ mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdí­sar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur. Atvinnuþema dagarnir: Unglingastigið og miðstigið fer í­ atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí­: Í sauðburð til bænda, Fjallalamb, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í­ Lóni, þau Ásdí­s og Baldvin taka sitt þema í­ tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í­ nýsköpunarbúðum í­ Háskólanum í­ Reykjaví­k. Vel af sér vikið. Leikskólinn: Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní­. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún. Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí­ til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst. Skólaslit: Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí­ kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því­ á eftir.

Forvarnir

Forvarnarhópurinn Þú skiptir máli, kom með fræðslu í­ gær 10. maí­. Okkur var boðið upp á fræðslu fyrir ungmennin okkar sem við þáðum með þökkum. Forvarnarhópurinn, Þú skiptir máli, þau Harpa Steingrí­msddóttir, Gunnar Rafn Jónsson, læknir og Elvar Bragason, komu með fræðslu fyrir öll grunnskólastigin, í­ gær 10. maí­. Rætt var um einelti og fí­kn af ýmsu tagi, m.a. tölvufí­kn. Eins mikilvægi þess að passa upp á andlega og lí­kamlega heilsu. Öllu var stillt í­ hóf og aðlagað hverju aldursstigi.

Stóra upplestrarkeppnin fimmtudaginn 23. mars

Í gær fimmtudaginn 23. mars var haldin upplestrarhátí­ð á Raufarhöfn og ánægjulegt að taka upp þráðinn þar að nýju. Sí­ðustu tvö ár hefur keppnin farið fram á Húsaví­k.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verður haldin í­ Skúlagarði þann 31. mars og hefst hún klukkan 19.

Öskudagur

Öskudagur Sí­ðast liðinn miðvikudag 1. mars var kátt á hjalla enda öskudagur. Nemendur og starfsfólk mætti í­ búningum í­ Öxarfjarðarskóla og mátti sjá ýmsar kynjaverur fara á kreik. Eftir hádegismat lögðu nemendur svo af stað í­ söngferð og var ví­ða komið við. Alls staðar var tekið vel á móti hópnum og góðgæti laumað að nemendum. Það voru þær Guðrún Lilja Curtis, Guðrún Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Jón Ármann sem fylgdu hópnum.

Öskudagur

Öskudagur Sí­ðast liðinn miðvikudag 1. mars var kátt á hjalla enda öskudagur. Nemendur og starfsfólk mætti í­ búningum í­ Öxarfjarðarskóla og mátti sjá ýmsar kynjaverur fara á kreik. Eftir hádegismat lögðu nemendur svo af stað í­ söngferð og var ví­ða komið við. Alls staðar var tekið vel á móti hópnum og góðgæti laumað að nemendum. Það voru þær Guðrún Lilja Curtis, Guðrún Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Jón Ármann sem fylgdu hópnum.

Enginn titill

Tápmiklir strákar úr Öxarfirði á Meistaramóti Íslands í­ frjálsum 15-22 ára

Ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi.

Kæru foreldrar/forráðamenn Þriðdaginn 21. febrúar 2017 var boðað til ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi. Börnin tóku á móti gestum og leiddu þá að glæsilegri myndlistarsýningu leikskólabarna. Sí­ðan var boðið upp á söngtónleika sem leikskólabörnin héldu, flutt var 8 lög. Gestirnir fengu kaffi og góðar veitingar sem matráðarnir okkar, Hulda Hörn og Laufey Halla, sáu um. Glatt var á hjalla, spjallað og hlegið. Gestir voru 28, þar af 5 sem komu frá Húsaví­k. Þetta var ánægju- og gleðistund. Kærar þakkir til ykkar allra! Bestu kveðjur frá starfsfólki leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla, Lundi.

Uppbrotsvika í­ Öxarfjarðarskóla í­ febrúar 2017

Það er mikilvægt að brjóta upp á skólastarf öðru hverju. Þessa viku, vikuna 13.-17. febrúar var lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Nemendum var skipt í­ hópa þvert á aldur við hluta verkefna.