Fréttir

Jólaföndur 5. desember kl 12:30 í­ Lundi- 14:40 Crafting for Christmas the 5. of Desember kl 12:30 - 14:40

Parents and grandparents, you are welcome to join us. Boðið er upp á jólaföndur í­ Öxarfjarðarskóla kl 12:30-14:40. Við hvetjum mömmur, pabba, ömmur, afa og aðra sem hafa áhuga á að koma og föndra með bönunum að koma og eiga góða stund með okkur. Heitt verður á könnunni.

Foreldrafundur þriðjudaginn 13. nóvember kl 19:30 Parentsmeeting on Tuesday the 13. of November.

Við minnum á foreldrafundinn sem verður þriðjudaginn 13. nóvember kl 19:30, í­ Lundi. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kaffi, te og piparkökur í­ boði.

Baráttudagur gegn einelti

Í dag 9. nóvember vöktum við athygli á baráttu gegn einelti. Baráttudagur gegn einelti var í­ gær 8. nóvember, en þar sem skólaferðalag 1. - 6. bekkja var þann dag notuðum við daginn í­ dag með forvarnir gegn einelti í­ huga. Anka flutti það sem ég vil kalla hugvekju. Hún vakti okkur til umhugsunar með smápistli með hjálp „Jóa“ sem hafði ekki átt sjö dagana sæla. Christoph var tilbúinn með skemmtilegt vinatré og fallega lituð lauf sem hægt var að skrifa á fallegar og uppörvandi vinakveðjur á og festa á tréð. Ég hvet foreldra til þess að skoða þetta vinatré vel á foreldrafundi þann 13. nóvember, því­ strax í­ dag var tréð farið að blómstra, því­ áfram var unnið með efnið í­ skólastofunum 😊.

Skólaferðalag 1. - 6. bekkja, fimmtudaginn 8. nóvember

Skólaferðalag 1. - 6. bekkja tókst vel og börnin til fyrirmyndar hvar sem þau komu. Við vorum heppin með veður og dagskrá góð. Einstaklega vel var tekið á móti hópnum á Landkönnuðarsafninu af safnstjóra Örlygi Hnefli Örlygssyni. Við mælum með því­ að skólarnir láti þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Safnið var opnað fyrir hópinn og safnstjóri fylgdi hópnum eftir af áhuga og nemendur nutu sí­n. Geim¬far¬inn Owen Garriott hefur heim¬sótt Land¬könn¬uðar- safnið á Húsa¬ví­k og markað fót¬spor sí­n í­ stein¬steypu þar. Því­ næst brá hópurinn sér á Akureyri og í­ pí­tsu á Bryggjunni, þaðan var farið á var haldið í­ skautahöllina á skauta og að lokum var farið í­ kvikmyndahús. Góður dagur 😊

Foreldrafundi frestað til 13. nóvember

Vegna ákveðinna aðstæðna verðum við að fresta foreldrafundi um viku eða til þriðjudagsins 13. nóvember kl 19:30. Nánari upplýsingar sí­ðar.

í†vintýri yngsta stigs og ævintýri í­ geimnum

Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í­ ví­sindagí­rinn fóru í­ hví­ta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdí­s og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátí­ð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.

í†vintýri yngsta stigs og ævintýri í­ geimnum

Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í­ ví­sindagí­rinn fóru í­ hví­ta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdí­s og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátí­ð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.

Félagsstarf á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs

Á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs er hafið félagsstarf fyrir 7.-9. bekk og 4.-5. bekk. Starfið verður á fimmtudögum frá kl 16:00 til ca 17:30, til skiptis fyrir hópana. Annan hvern fimmtudag fyrir unglingastig og annan hvern fimmtudag fyrir miðstig. Unglingastigið var með sinn dag í­ gær, fimmtudag, svo það er mistigið sem á næsta fimmtudag, 1. nóvember. Það er í“lafí­a Wium sem heldur utan um þetta starf.

Skákmóti nemenda lokið

Skákmóti nemenda lauk í­ gær, fimmtudaginn 25. október. Allir nemendur tóku þátt og teflt var þvert á aldur, sem sýnir kjark nemenda að takast á við verkefnið og lí­tum við á það sem sigur nemendahópsins í­ heild. Að sjá þetta verkefni blómstra í­ frí­mí­nútum og aðrar lausar stundir, var stórkostlegt. Þorsteinn Gí­sli Jónsson og Ásdí­s Einarsdóttir tókust á um 1. sætið. Eftir harða baráttu lauk skákinni með sigri Þorsteins Gí­sla og við óskum honum til hamingju með það. Nú er hafið skákmót starfsmanna og við vonum að sem flestir taki þátt.

Klifurveggurinn ví­gður

Í dag ví­gðu nemendur unglingadeildar klifurvegginn sem settur var upp í­ í­þróttahúsinu fyrir helgi.