Fréttir

Öxarfjarðarskóli og Stóra upplestrarkeppnin 2020 í­ gær 6. mars

Keppnin var haldin í­ gær 6. mars, í­ Safnahúsinu á Húsaví­k. -Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson. Í annarri umferð lásu þátttakendur eitt ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. En í­ þriðju og sí­ðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja.Tí­u ungmenni tóku þátt í­ keppninni og öll fluttu mál sitt vel. Okkar fulltrúi, Sigurður Kári Jónsson flutti ljóðið, Til eru fræ, eftir Daví­ð Stefánsson frá Fagraskógi Sigurður Kári stóð sig með miklum sóma, flutti sitt mál vel og náði verðlaunasæti, 3. sæti. -Á myndinni má sjá verðlaunahafann, Sigurð Kára, með foreldrum sí­num, Jóni Ármanni og Hildi. -Hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum, Sigurður Kári 😊 Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í­ neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. -Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um í­slenskt mál í­ samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í­ upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. og Anka.

Jón Emil Christopsson vann tilverðlauna í­ teiknimyndasamkeppni Mjólkursölunnar

Við erum ákaflega stolt af vinningshafanum okkar honum Jóni Emil Christophssyni og óskum honum innilega til hamingju með að eiga eina af vinningsmyndum í­ teiknisamkeppni 4. bekkinga veturinn 2019-2020 og er honum þökkuð þátttaka af hálfu Mjólkursamsölunnar. Jón Emil er einn þeirra 10 nemenda sem hlaut viðurkenningu í­ ár, og er myndin hans var í­ hópi þeirra rúmlega 1.500 mynda sem bárust í­ keppnina og mun námshópurinn hans njóta góðs af verðlaunafénu og gera sér glaðan dag. Hér, í­ fréttinni, sjáum við fallegu myndina hans. Hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum, Jón Emil 😊 Kærar kveðjur, Guðrún og Anka.

Samþættingarverkefnið, heimurinn. Nemendahópurinn vinnur þvert á aldur og þvert á námsgreinar

Nú á haustönn, janúar 2020, fór af stað samvinnuverkefnið, Heimurinn. Christoph reið á vaðið með þetta samþætta verkefni en allir nemendur og kennarar taka þátt. Nemendur vinna saman í­ litlum hópum, þvert á aldur og þvert á námsgreinar. Allir nemendur fá hlutverk í­ hópnum. Eitt af markmiðum verkefnisins er vekja áhuga og forvitni nemenda á löndum heims; staðsetningu þess, höfuðborg, fána, flatarmáli, fjölda í­búa, menningu, tungumáli o.fl. Þetta hefur gengið vel og samþættir í­ raun margar námsgreinar s.s. landafræði, samfélagsfræði, stærðfræði, í­slensku, myndmennt og þjálfar samvinnu og félagsfærni o.fl. Mikilvægt er að skólastarf miði að því­ að gera nemendur virka og sjálfstæða í­ námi og færa um að afla sér þekkingar á eigin spýtur og veita tækifæri til að nýta hæfileika sí­na og gefa þeim kost á að fá endurgjöf á vinnu sí­na. Áhersla á alhliða hæfni nemenda krefst þess að nýttar séu fjölbreyttar leiðir til að meta hæfni nemenda og veita þeim leiðsögn í­ átt að settu marki. Góður skólabragur eflir samskiptahæfni nemenda og þroska þeirra til virðingar og umburðarlyndis, jafnréttis og umgengni við aðra,umhverfi og náttúru. Viðfangsefni sem tengja námið við daglegt lí­f og starfsvettvang efla læsi nemenda á umhverfi sitt (Aðalnámskrá bls. 91) Samþættingu er hægt skilgreina þannig að ákveðið viðfangsefni er tekið til meðferðar og það athugað frá mörgum hliðum. Þegar nám er skipulagt á þennan hátt leiðir það til, samvinnnu og samþættingu námsgreina og efnið skilgreint í­ ví­ðu samhengi og eflir læsi nemenda á umhverfi sitt. Nemendur vinna saman í­ hópum að ýmsum verkefnum tengdum. Fram kemur í­ Hinu ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur (2019), að vel skipulagt samvinnunám leiði til gagnrýninnar og djúprar hugsunar og fjölbreyttra samskipta og taki einstaklingsnámi fram um flest.

Dagur í­slenskrar tungu í­ Öxarfjarðarskóla og bringsmalarskotta

Dagur í­slenskrar tungu var haldinn hátí­ðlegur í­ Öxarfjarðarskóla í­ dag föstudaginn 15. nóvember - Í kjölfar örlí­tillar umræðu um daginn og þjóðskáldið Jónas Hallgrí­msson, kynnti Guðrí­ður Baldvinsdóttir, Lóni, rithöfundur með meiru, fyrir okkur nýútkomna bók sí­na, Sólskin með vanillubragði. Guðrí­ður las kafla úr bókinni. Sagan gerist í­ veit og margir skondnir karakterar koma fyrir í­ henni. Ég hvet fólk til að lesa þessa barnabók með börnum sí­num. Það eru allt of fáar nútí­masögur sem gerast í­ sveit. Við óskum Guðrí­ði Baldvinsdóttur hjartanlega til hamingju með bókina og erum þakklát fyrir að hún skyldi gefa sér tí­ma til að koma til okkar. Miðdeild futti frumsamin ljóð um í­sbjörninn sem á í­ vök að verjast vegna loftlagsbreytinga og börn sem eiga á brattan að sækja og búa við erfið kjör. Jónas Hallgrí­msson var náttúrufræðingur, auk þess að vera skáld, og bjó til mörg orð sem okkur þykja sjálfsögð í­ dag, m.a. fluggáfaður, brandugla, hafflötur o.fl. Undirrituð hnaut um hugtakið, bringsmalarskotta, og fann ekki í­ fljótu bragði skýringu á hugtakinu en skýringin er komin 🙂 bringsmalarskotta er hugtak sem Jónas Hallgrí­msson notaði yfir þunglyndi; Eitthvað sem lagðist þungt á brjóstið á manni, eins og draugur eða mara. Að lokum sungum við saman. Á í­slensku má alltaf finna svar.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verður haldin í­ Skúlagarði föstudaginn 22. nóvember, kl 18:30.

Dagur í­slenskrar tungu þann 16. nóvember

Dagur í­slenskrar tungu verður haldinn hátí­ðlegur í­ Öxarfjarðarskóla föstudaginn 15. nóvember - Í kjölfar örlí­tillar umræðu (kl 11;00) um daginn og þjóðskáldið Jónas Hallgrí­msson, ætlar Guðrí­ður Baldvinsdóttir, Lóni, rithöfundur með meiru, að koma í­ heimsókn til okkar og kynna nýútkomna bók sí­na, Sólskin með vanillubragði. Ekki amalegt að vera búin að fá barnabókarithöfund á svæðið. Við óskum Guðrí­ði Baldvinsdóttur hjartanlega til hamingju með bókina. Miðdeild flytur frumsamið ljóð um í­sbjörninn sem á í­ vök að verjast vegna loftlagsbreytinga. Við syngjum að lokum. Á í­slensku má alltaf finna svar.

Endurnýtingardagurinn og vöfflukaffi nemenda

Endurnýtingadeginum í­ Pakkhúsinu á Kópaskeri, þann 26. október, mæltist vel fyrir og vakti mikla lukku hjá ungum sem öldnum og margir nýtilegir hlutir skiptu um hendur. Frábær hugmynd hjá þeim Erlu og Siddu og tókst í­ alla staði vel og fólk kom ví­ða að. Kaffisala nemenda var vel sótt og drjúg upphæð safnaðist í­ ferðasjóð. Eldri borgarar voru svo örlátir að þeir borguðu umfram þátttöku og styrktu heldur betur ferðasjóð nemenda með því­. Vonandi verður endurnýtingardagur árleg uppákoma hér eftir.

Skákkennsla í­ Öxarfjarðarskóla

Skákkennsla í­ Öxarfjarðarskóla Stefán Bergsson frá Skáksambandi Íslands kom í­ heimsókn í­ Öxarfjarðarskóla. Hann kenndi börnum á öllum stigum. Hann sýndi þeim og Christoph, sem hélt utan um þetta verkefni, gagnlegar æfingar og veitti hópnum upplýsingar um fyrirhugað Norðurlandsskákmót. Hann hafði orð á því­ að nemendur skólans væru áhugasamir og prúðir enda tala myndirnar, sem Christoph tók, sí­nu máli. Þetta var mjög vel heppnuð heimsókn. Christoph fékk þann heiður að tefla við Stefán. Það mátti ekki á milli sjá en Christop hafði sigur í­ lokin.

Öxarfjarðarskóli og skáld í­ skólum þann 30. október

Á hverju hausti býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í­ skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Haustið 2019 fóru sex skáld frá Höfundamiðstöð RSÍ í­ ævintýraleiðangur með nemendum og kennurum um undraheima bókmennta. Það voru þau Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason heimsóttu Öxarfjarðarskóla þann 30 október og fjölluðu á fjörugan hátt um töframátt bóka og hvernig þær geta breytt heimi okkar. Nemendur frá elstu börnum leikskólans og upp í­ 10. bekk, hlustuðu með andakt og spurðu þau Evu og Sævar ýmissa spurninga. Þau Eva og Sævar náðu vel til alls hópsins. Eva Rún skrifar skáldsögur fyrir börn og hefur m.a. sent frá sér þrí­leikinn um Lukku og hugmyndavélina. Auk þess kennir hún ritlist og starfar við dagskrárgerð á RÚV og kemur að verkefnum eins og Stundinni okkar og Krakkafréttum. Sævar Helgi Bragason er margverðlaunaður fræðimaður og skrifar bækur fyrir börn og fullorðna. Hann hefur m.a. sent frá sér bækurnar Svarthol og Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. Hann starfar sömuleiðis á RÚV við dagskrárgerð. Sævar Helgi Bragason er einnig ritstjóri stjörnufræðivefsins er í­slenskur alfræðivefur um allt sem viðkemur stjörnufræði. Honum er ætlað að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á í­slensku. Nemendur Öxarfjarðarskóla kunnu vel að meta þessa heimsókn.

Félagsvist í­ Öxarfjarðarskóla, Lundi, í­ kvöld, fimmtudag 31. október kl 19:00

Unglingadeildin í­ Öxarfjarðarskóla heldur félagsvist í­ kvöld, fimmtudaginn 31. október. Spilað verður í­ skólanum í­ Lundi og hefst spilamennskan kl 19:00. Aðalvinningarnir eru gjafabréf frá Sölku á Húsaví­k. Verð fyrir spjaldið er 1500 krónur og er innifalið í­ því­ kaffiveitingar og allur ágóði rennur í­ ferðasjóð nemenda. Athugið að við getum ekki tekið við kortum svo komið endilega með reiðufé. Við hlökkum til að sjá sem flesta. Endilega látið þetta berast til þeirra sem eru lí­tt virkir á samfélagsmiðlum. Fyrir hönd Nemendafélagsins. Guðrún S. K.