19.03.2015
1.- 7. bekkur fór í skólaferðalag. Farið var í leikhús, á Lísu í Undralandi, í Safnahúsið á Húsavík og pítsum voru gerð góð skil. Ferðalagið gekk vel og nemendur til fyrirmyndar.
19.03.2015
Bekkjarkvöld var hjá 1.-7. bekk föstudaginn 6. mars og fléttaðist dagurinn saman við körfuboltaæfingar því þjálfari, Áslaug, kom frá Húsavík og var boðið upp á æfingar fyrir 5.-10.bekk.
19.03.2015
Þemavika í febrúar tókst vel
Unnið var með gamla mælieiningar, glíma undir stjórn Daða Lange, gengið var á Smjörhólsfjall, lesnar sögur og frásagnir frá liðinni tíð o.fl.
19.03.2015
Þann 28. febrúar fóru 7.-10. bekkur á Tónkvísl á Laugum. Ferðin tókst einstaklega vel og nemendur til fyrirmyndar að sögn umsjónarfólks; Hrundar, Vigdísar og Rúnars.