Leikskólasel tók til starfa 3. febrúar 2014
25.02.2014
Leikskólasel
Í dag 3. febrúar, tók leikskólasel á Kópaskeri til starfa. Guðrún Margrét Einarsdóttir leikskóla- og sérkennari og Ásta Helga Viðar halda utan um starfið þar. Leikskólaselinu er ætlað að brúa það bil sem myndast þegar skólabílar koma snemma eða til kl. 16:00 (svigrúm er til 16:15 að sækja börnin).
Börnin verða í umsjá Ástu og Gunnu Möggu frá því að þau fara í skólabíl frá Lundi og þar til þau eru sótt í Leikskólasel á Kópaskeri.
Drög að dagskrá í leikskólaseli á Kópaskeri:
• Mánudaga: leikskólastarf í leikskólaseli frá því að skólabíll kemur í þorpið rúmlega 15:00 til kl. 16:00 og foreldrar hafa svigrúm til kl 16:15 til að sækja börnin. Síðdegishressing verður til staðar fyrir börnin.
• Þriðjudaga: leikskólastarf í leikskólaseli frá því að skólabíll kemur í þorpið rúmlega 15:00 til kl. 16:00 og foreldrar hafa svigrúm til kl 16:15 til að sækja börnin. Síðdegishressing verður til staðar fyrir börnin. Samstarf við bókasafnið verður á þriðjudögum.
• Föstudaga: leikskólastarf í leikskólaseli frá því að skólabíll kemur í þorpið um 12:30 til kl. 16:00 og foreldrar hafa svigrúm til kl 16:15 til að sækja börnin. Hádegisverður og síðdegishressing verður til staðar fyrir börnin. Á föstudögum borða leikskólabörnin, kl. 11:30, áður en þau fara af stað til Kópaskers. Grunnskólabörnin tvö sem nýta skólaselið einnig munu borða þegar komið er í leikskólasel. Ráðskona ætlar að útbúa þann mat sem þarf að senda með sem nesti, þannig að hægt sé að taka með í skólabílinn. Á föstudögum mun m.a. vera lög áhersla á að nýta sér umhverfi Kópaskers s.s. fjöruna o.fl.
• Miðvikudaga og fimmtudaga er ekki leikskólasel því skólabíll er ekki að koma í þorpið fyrr en eftir kl. 16:00.