Fréttir

Frábær árshátí­ð - aukasýning á Hárinu

Nú er nýlokið stórkostlegri árshátið skólans þar sem nemendur fóru á kostum.

Nemendur í 1. til 3. bekk ásamt elstu leikskólabörnum sungu tvö lög og dönsuðu Michael Jackson dans ásamt Önnu Karen og Sylvíu Dröfn sem jafnframt sömdu dansinn. Þau voru dásamleg á sviðinu og aðdáunarvert hvað þau voru róleg þegar tæknin var að stríða okkur en Jackson lagið vildi ekki spilast alminnilega fyrr en í þriðja tækin sem ver prófað. Á meðan biðu þau sallaróleg og yfirveguð á sviðinu. Þegar lagið komst loks af stað sýndu þau mikil tilþrif og voru flottt í dansinum.

4. til 7. bekkur sýndu atriði sem sett var saman utan um kvæði Stefán Jónssonar sem flestir þekkja en þau eru m.a. Guttavísur og Ranga gamla í hænsnakofanum. Þau sungu kvæðin við undirleik Björns Leifsonar á milli þess að leika stutta leikþætti í kringum þau. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel og var gaman að sjá þessar gamalkunnu vísur í lifandi búningi.

Nemendur unglingadeildar sýndu söngleikinn Hárið. Eftir mikla og oft erfiða vinnu við æfingar skiluðu þau sínu með miklum sóma. Þetta erfiða og krefjandi verk með mörgum löngum einræðum, miklum samtölum, söng og dansi var sýnt með slíkum sóma að krakkarnir geta verið stoltir af. Þarna unnust margir persónulegir sigrar og leikgleðin var allsráðandi.

Við viljum minna á að við ætlum að vera með aukasýningu á Hárinu á morgun, 26. mars, klukkan 20:00 í Skúlagarði. Við hvetjum þá sem áhuga hafa til að láta þessa frábæru sýningu ekki fara fram hjá sér.

Miðaverð:     
1.500 kr fyrir fullorðna
1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri
frítt fyrir yngri en 6 ára

Miðapantanir í símum 465-2244 eða í 862-3738 og 616-6011

Myndir verða settar inn fljótlega.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli heldur sína árlegu árshátíð í Skúlagarði fimmtudagskvöldið 25. mars klukkan 19:30.
Allir nemendur grunnskólans munu stíga á svið ásamt elstu nemendum leikskóla.
Yngstu nemendur syngja og dansa Jackson dans. Miðdeild sýnir verk sem heitir Gatan hans Stefáns, sem er byggt utan um Guttavísur og fleiri verk Stefáns Jónssonar. Unglingadeild sýnir svo söngleikinn Hárið.
Hægt verður að kaupa kaffi, gos og sælgæti í hléi.
 
Miðaverð:     
1.500 kr fyrir fullorðna
1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri
frítt fyrir yngri en 6 ára
 
Unglingadeildin verður með aukasýningu á Hárinu föstudagskvöldið 26. Mars klukkan 20:00.
Miðapantanir í símum 465-2244 eða í 862-3738 og
616-6011

Fréttakorn í­ febrúar

Heil og sæl.
 
Nýtt val í febrúar
Þá erum við komin af stað inn í febrúarmánuð og nýtt val hafið í lengdri viðveru sem gildir til 4. mars.  Eins og venjulega boðið upp á fjölbreyttar tómstundir og má þar nefna jóga, badminton, matreiðslu, leiki, spil, smíðar, handmennt, björgunarsveit, fótbolta og myndmennt. 
 
Bekkjaskemmtun
Í gær var bekkjaskemmtun 1. – 5. bekkja. Þau héldu áfram með kennurum sínum eftir lengda viðveru og fóru í leiki, horfðu á bíómynd og bökuðu pizzur.  Skemmtuninni lauk svo kl. 19:00 og þegar foreldrar sóttu börnin sín. 
 
Starfsdagur á öskudegi
Öskudagurinn er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. febrúar og þá er starfsdagur í skólanum og leikskólanum í Lundi sem þýðir að enginn skóli er þann daginn.  Foreldrafélag Öxarfjarðarskóla ætlar að standa fyrir skipulagningu öskudagsins á Kópaskeri og má lesa um það nánar hér í annarri frétt.
 
Undirbúningur árshátíðar
Yngri deildin er farin að æfa atriði fyrir árshátíðina og annar undirbúningur fer að byrja.  Unglingadeildin er að skoða leikrit sem koma til greina og reiknað er með að æfingar hefjist í lok mánaðarins í tengslum við það.
 
Bestu kveðjur,
Hrund og Guðrún
 

Skipulagning öskudags 17. febrúar 2010

Frá stjórn foreldrafélagsins:

Skipulagning öskudags 17. febrúar 2010

Stjórn foreldrafélagsins kom saman í gær til að ræða fyrirkomulag öskudagsins þann 17. febrúar næstkomandi.
 
Foreldrafélagið mun standa fyrir samveru barnanna á öskudaginn og skulu þau mæta kl. 12.45 fyrir utan Búðina.
Talað verður við fyrirtækin á Kópaskeri svo að hægt sé að undirbúa komu barnanna. Foreldrar þurfa að tala sig saman um akstur til og frá Kópaskeri. Gaman væri að fá sjálfboðaliða til að smíða tunnu og taka á móti börnunum í íþróttahúsinu en þar geta þau átt samverustund í u.þ.b. klukkustund frá 14:30 – 15:30.
Það þurfa allir að gera sér grein fyrir  því að þetta getur ekki orðið nema foreldrar taki höndum saman og hjálpist að, bæði með því að ganga með börnunum milli fyrirtækja og eins að taka á móti börnunum í íþróttahúsinu og halda utan um hópinn þar.
Sjálfboðaliðar geta komið sér á framfæri hjá eftirtöldum:
 
Rúnari Tryggvasyni s: 846-3835
Ástu Viðar s: 865-4535
Ágústi Jónssyni s: 868-8078

Fréttakorn í­ janúar

Kæru foreldrar/forráðamenn
Gleðilegt nýtt ár.
Lengd viðvera er kominn í gang í Öxarfjarðarskóla og hlutirnir eru að færast í fastar skorður eftir jólafrí. Að vísu setur handboltinn sitt mark þessa dagana og mikill áhugi á að fá að fylgjast með honum og bara jákvætt að rætt sé um eitthvað annað en kreppu í þjóðfélaginu.  Í lengdu viðverunni á þriðjudag og fimmtudag stóð nemendum til boða að fylgjast með landsliðinu og var stór hluti nemenda sem nýtti sér það.
 
Í lengdri viðveru er auk vinnustofu boðið upp á:
Þrekæfingar, hreyfingu og leiki, fótbolta, heimilisfræði, leiklistarnámskeið, opna handavinnustofu, smíðastofu og myndmenntastofu. Úr grenndarsamfélaginu okkar koma Stefánar tveir með námskeið inn í lengda viðveru. Stefán Sigtryggsson, Garði, með fótbolta og Stefán Rögnvaldsson, Leifsstöðum, með heimilisfræði.
 
Signe Ann-Charlotte Fernholm, hún Anka okkar, er komin til starfa aftur eftir fæðingarorlof. Anka hefur umsjón með 4.-5. bekk.
 
Mikill áhugi er á fótboltaspilum og í ákveðnum árgöngum kom upp órói og árekstar, í tengslum við spilin. Ákveðið var á fundi með viðkomandi nemendum að koma ekki með spilin eða möppurnar í skólann fyrr en í , febrúar og þá eingöngu á miðvikudögum.
 
Olga Gísladóttir hafði samband og færði okkur þær ánægjulegu fréttir að endurskinsvesti fyrir nemendur í Öxarfjarðarskóla væru í höfn. Silfurstjarnan ætlar að gefa skólanum endurskinsvesti fyrir grunnskólabörnin og VÍS endurskinsvesti fyrir leikskólabörnin. Það tekur einhvern tíma að útvega vestin og munuð þið frétta af því þegar þau koma í hús.
 
Undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés er í dag, föstudaginn 29. janúar, á Akureyri. Nánanst allir nemendur úr unglingadeildinni okkar fara og þar af verða sex stúlkur sem munu flytja gamla Trúbrotslagið Án þín.
 
Bestu kveðjur,
Guðrún og Hrund