Fréttir

Tónlist fyrir alla

Góðir gestir komu í­ skólann í­ dag, Dúó Stemma kom á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og fluttu skemmtilega dagskrá.

Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í­ vettvangsferð á Kópasker

Leikskóladeildin í­ Lundi stefnir á vettvangsferð á Kópasker mánudaginn 9. sept. Stefnt er á heimsókn í­ Stóru Mörk, Skjálftasetrið, Bókasafnið og fjöruferð. Nánari upplýsingar koma til viðkomandi foreldra frá deildarstjóra leikskóladeildar.

Breyttur brottfarartí­mi frá Lóni - Tí­masetning skólabí­ls að morgni

Skólabí­lstjóri, Kristinn Rúnar, bað mig að koma því­ á framfæri að framvegis stefnir hann á að fara 7:40 frá Lóni. Þörf er á að flýta tí­ma örlí­tið til að halda tí­maáætlun og það er vegna fjölgun stoppistöðva á leið í­ Lund. Skólabí­llinn sem fer frá Lóni á morgnana er því­ fyrr á ferðinni frá og með morgundeginum fimmtudeginum 5. september. Bí­llinn frá Kópaskeri í­ Lund fer á venjubundnum tí­ma þaðan þ.e. kl 7:45. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Öryggi yfir þjóðveg ofl.

Öryggi yfir þjóðveg í­ í­þróttahús N4, sjónvarp, á Akureyri Sjá nánar með því­ að smella á lesa meira. GSK

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir komandi vetur í­ grunnskólanum. Smellið á sjá meira til að fá tengla á listana.

Skólabyrjun og skólaakstur

Skólasetning og skólabyrjun Öxarfjarðarskóli verður settur mánudaginn 26. ágúst kl 17:30. Nemendur fá afhentar stundatöflur og hitta sí­na umsjónarkennara. Farið verður lauslega yfir skóladagatal. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27. ágúst. Skólaakstur skólaárið 2013-14 Skólaakstur verður á höndum Kristins Rúnars Tryggvasonar. Skólabí­lar leggja af stað frá Lóni og Kópaskeri kl. 7:45. Bí­lstjóri skólabí­ls Lón - Lundur, verður Kristinn Rúnar Tryggvason. Bí­lstjóri skólabí­ls Kópasker - Lundur, verður Sigurður Reynir Tryggvason. Gert er ráð fyrir grunn- og leikskólabörnum í­ bí­lana. Hlökkum til að sjá ykkur, Guðrún S. K.

Skólasetning

Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst kl. 17:30

Bingó

Nemendur unglingadeildar ætla að halda Bingó sunnudaginn 28. aprí­l kl 16. Fjöldi glæsilegra vinninga verða í­ boði. Spjaldið mun kosta 500 kr. Veitingar verða seldar á staðnum. Smellið á lesa meira til að sjá vinninga.

Nemendur á leið á Nótuna

Um nýliðna helgi var uppskeruhátí­ð Tónlistarskóla Húsaví­kur. Við áttum þar nokkra fulltrúa úr nemendahópi Öxarfjarðarskóla. Þrí­r nemendur fengu þar viðurkenningu og voru jafnframt valinn til þátttöku í­ Nótunni.

Þemavika

Næsta vika, 18. til 22. febrúar verða þemadagar í­ skólanum. Hefðbundin kennsla verður þá brotin upp og unnin önnur verkefni. Inntak þemadagana að þessu sinni er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár, heilbrigði og velferð. Undir þennan grunnþátt falla ýmsir þættir sem unnið verður með s.s. jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hví­ld, andleg vellí­ðan o.fl. Allir grunnskólanemendur munu verða í­ verkefnum tengdum þessum þáttum en í­þrótta- og verklegir tí­mar munu að mestu halda sér.