Fréttir

Meira um Stóru Upplestrarkeppnina 2015

Það var frí­ður hópur ungmenna sem steig á svið, í­ Safnahúsinu á Húsaví­k í­ gær, og las fjölbreyttan texta svo unun var á að hlusta. Í fyrsta sæti var Jóní­na Freyja Jónsdóttir, Öxarfjarðarskóla, í­ öðru sæti Elfa Mjöll Jónsdóttir, Borgarhólsskóla og í­ því­ þriðja, Brynjar Már Halldórsson, Reykjahlí­ðarskóla. Við óskum þeim öllum til hamingju. GSK

Öxarfjarðarskóli hreppti fyrsta sætið á Stóru upplestrarkeppninni á Húsaví­k í­ dag fimmtudaginn 19. mars.

Í dag 19. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin á Húsaví­k og fyrir hönd Öxarfjarðarskóla fóru þau Jón Alexander Arthúrsson og Jóní­na Freyja Jónsdóttir og stóðu sig vel. Það fór svo að Jóní­na Freyja Jónsdóttir hreppti fyrsta sætið í­ keppninni. Jóní­na flutti hluta kvæðisins, Sveinn Dúfa eftir Runeberg. Þetta er þriðja árið í­ röð sem við löndum fyrsta sætinu og erum stolt af. Þetta er í­ fyrsta skipti sem nemendur Öxarfjarðarskóla keppa á Húsaví­k en vegna fæðar sjöundubekkinga austan Húsaví­kur var ekki hægt að halda hana á Raufarhöfn eins og undanfarin ár. Undankeppni var haldin í­ skólanum þar sem sjöundi bekkur allur, Jón Alexander, Jóní­na Freyja, Kristinn Aron og Sindri Þór, stóðu sig öll vel. Það er heilmikil vinna fyrir nemendur að búa sig undir svona keppni. Smellið á Lesa meira fyrir hlekk á myndir frá keppninni. Kv,GSK

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla sunnudaginn 22. mars kl. 14:00 með söngleikinn Bugsy Malone

Sunnudaginn 22. mars, kl 14:00, í­ Skúlagarði, stí­gur stoltur hópur nemenda á svið með eitt stórt sameiginlegt verkefni, Bugsy Malone eftir Alan Parker og er það Hrund Ásgeirsdóttir sem leikstýrir verkinu. Allir nemendur grunnskólans taka þátt í­ þessu verkefni ásamt elstu nemendum leikskólans. Í hléi verður foreldrafélagið með kaffihlaðborð og kostar það kr. 1.000. Við hvetjum fólk til að koma með börnin á þessa sýningu sem er á góðum tí­ma fyrir barnafjölskyldur. Inn á sýninguna kostar kr. 2.000 fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri. í“keypis verður fyrir börn á leikskólaaldri.

Ferðalag 1. - 7. bekkjar laugardaginn 7. mars

1.- 7. bekkur fór í­ skólaferðalag. Farið var í­ leikhús, á Lí­su í­ Undralandi, í­ Safnahúsið á Húsaví­k og pí­tsum voru gerð góð skil. Ferðalagið gekk vel og nemendur til fyrirmyndar.

Körfubolti föstudaginn 6. mars

Bekkjarkvöld var hjá 1.-7. bekk föstudaginn 6. mars og fléttaðist dagurinn saman við körfuboltaæfingar því­ þjálfari, Áslaug, kom frá Húsaví­k og var boðið upp á æfingar fyrir 5.-10.bekk.

Þemavika í­ febrúar

Þemavika í­ febrúar tókst vel Unnið var með gamla mælieiningar, glí­ma undir stjórn Daða Lange, gengið var á Smjörhólsfjall, lesnar sögur og frásagnir frá liðinni tí­ð o.fl.

Tónkví­sl 28. febrúar

Þann 28. febrúar fóru 7.-10. bekkur á Tónkví­sl á Laugum. Ferðin tókst einstaklega vel og nemendur til fyrirmyndar að sögn umsjónarfólks; Hrundar, Vigdí­sar og Rúnars.