20.03.2015
Það var fríður hópur ungmenna sem steig á svið, í Safnahúsinu á Húsavík í gær, og las fjölbreyttan texta svo unun var á að hlusta.
Í fyrsta sæti var Jónína Freyja Jónsdóttir, Öxarfjarðarskóla, í öðru sæti Elfa Mjöll Jónsdóttir, Borgarhólsskóla og í því þriðja, Brynjar Már Halldórsson, Reykjahlíðarskóla.
Við óskum þeim öllum til hamingju. GSK
19.03.2015
Í dag 19. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin á Húsavík og fyrir hönd Öxarfjarðarskóla fóru þau Jón Alexander Arthúrsson og Jónína Freyja Jónsdóttir og stóðu sig vel. Það fór svo að Jónína Freyja Jónsdóttir hreppti fyrsta sætið í keppninni. Jónína flutti hluta kvæðisins, Sveinn Dúfa eftir Runeberg. Þetta er þriðja árið í röð sem við löndum fyrsta sætinu og erum stolt af. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur Öxarfjarðarskóla keppa á Húsavík en vegna fæðar sjöundubekkinga austan Húsavíkur var ekki hægt að halda hana á Raufarhöfn eins og undanfarin ár. Undankeppni var haldin í skólanum þar sem sjöundi bekkur allur, Jón Alexander, Jónína Freyja, Kristinn Aron og Sindri Þór, stóðu sig öll vel. Það er heilmikil vinna fyrir nemendur að búa sig undir svona keppni.
Smellið á Lesa meira fyrir hlekk á myndir frá keppninni. Kv,GSK
19.03.2015
Sunnudaginn 22. mars, kl 14:00, í Skúlagarði, stígur stoltur hópur nemenda á svið með eitt stórt sameiginlegt verkefni, Bugsy Malone eftir Alan Parker og er það Hrund Ásgeirsdóttir sem leikstýrir verkinu. Allir nemendur grunnskólans taka þátt í þessu verkefni ásamt elstu nemendum leikskólans. Í hléi verður foreldrafélagið með kaffihlaðborð og kostar það kr. 1.000. Við hvetjum fólk til að koma með börnin á þessa sýningu sem er á góðum tíma fyrir barnafjölskyldur. Inn á sýninguna kostar kr. 2.000 fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri. í“keypis verður fyrir börn á leikskólaaldri.
19.03.2015
1.- 7. bekkur fór í skólaferðalag. Farið var í leikhús, á Lísu í Undralandi, í Safnahúsið á Húsavík og pítsum voru gerð góð skil. Ferðalagið gekk vel og nemendur til fyrirmyndar.
19.03.2015
Bekkjarkvöld var hjá 1.-7. bekk föstudaginn 6. mars og fléttaðist dagurinn saman við körfuboltaæfingar því þjálfari, Áslaug, kom frá Húsavík og var boðið upp á æfingar fyrir 5.-10.bekk.
19.03.2015
Þemavika í febrúar tókst vel
Unnið var með gamla mælieiningar, glíma undir stjórn Daða Lange, gengið var á Smjörhólsfjall, lesnar sögur og frásagnir frá liðinni tíð o.fl.
19.03.2015
Þann 28. febrúar fóru 7.-10. bekkur á Tónkvísl á Laugum. Ferðin tókst einstaklega vel og nemendur til fyrirmyndar að sögn umsjónarfólks; Hrundar, Vigdísar og Rúnars.