Fréttir

Skólasetning

Öxarfjarðarskóli var formlega settur í­ dag fyrir komandi skólaár.

Skólabyrjun

Skólasetning Öxarfjarðarskóla verður mánudaginn 24. ágúst klukkan 17:30.

Sumarlokun leikskóladeilda

Kæru foreldrar/forráðamennog starfsfólk leikskóla. Sumarlokun leikskóladeilda: Í dag er sí­ðasti dagur fyrir sumarlokun leikskóladeilda. Sumarlokun hefst frá og með 13. júlí­ til og með 14. ágúst. Leikskóladeildir opna aftur mánudaginn 17. ágúst. Skólaakstur hefst 25. ágúst. Skóladagatal grunnskóladeildar var sent á alla foreldra og starfsmenn í­ dag. Það er gaman í­ leikskólanum: Á þriðjudaginn var kveðjuhóf í­ leikskólanum á Kópaskeri. Báðar deildir Öxarfjarðaarskóla sameinuðust þar 1. júní­ fram að sumarlokun. Í svo ví­ðfeðmu skólasamfélagi, sem skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla, er gott að hafa sveigjanleika sem þennan. Þriðjudaginn 7. júlí­ voru bakaðar vöfflur, poppað, blásnar upp blöðrur, leikið sér á ýmsan hátt og skemmtu allir sér vel. Í dag, seinasta daginn fyrir sumarlokun, er búningadagur og nemendur og starfsfólk í­ ýmsum hlutverkum og skrautlegum búningum. Samstarf: Þær stöllur Kristin í“sk, Eyrún, Ásta, Jóhanna og Erna Rún hafa haldið utan um leikskólann í­ sumar. Erna Rún kom inn í­ afleysingar. Samstarfið hefur á allan hátt gengið vel og vill Kristí­n í“sk, deildarstjóri á Kópaskeri, þakka fyrir gott samstarf við bæði foreldra og samstarfskonur. Njótum sumarsins með börnunum okkar. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Foreldrar, kennarar og starfsfólk Öxarfjarðarskóla hlutu tilnefningu til Foreldrarverðlauna Heimilis og skóla 2015

Kæru foreldrar/forráðamenn, starfsfólk og nemendur. Hrund Ásgeirsdóttir, foreldrar, kennarar og starfsfólk Öxarfjarðarskóla hlutu tilnefningu til Foreldrarverðlauna Heimilis og skóla 2015 fyrir árshátí­ð Öxarfjarðarskóla og er viðurkenningarskjal komið í­ hús til okkar. Undirrituð er ákaflega stolt af þessu árlega verkefni okkar þ.e. Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla sem tókst með eindæmum vel þetta skólaár sem og áður. Þegar allir taka höndum saman, nemendur, starfsfólk, tónlistarkennarar, foreldrar og velunnarar, er hægt að vinna þrekvirki og sýningin Bugsie Malone var svo sannarlega stórglæsileg. Til hamingju með þessa viðurkenningu frá Heimili og skóla. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Skólaferðalag unglingadeildar Öxarfjarðarskóla

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla kom heim, fimmtudaginn 4. júní­, úr vel heppnuðu skólaferðalagi og það voru þau Christoph, Silja og Rúnar sem höfðu umsjón með nemendahópnum. Skólaferðalagið í­ heild, gekk vel og nemendur ánægðir. Hápunkturinn var rafting. Nemendur fengu einnig kynningu á VMA og MA og hafa nú skýrari mynd á því­ hvað þessir skólar hafa upp á að bjóða.

Niðurstöður úr foreldrakönnun

Í mars sí­ðast liðnum var lögð könnun fyrir foreldra samhliða foreldraviðtölum.

Skólaslit

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í­ dag.

Tónleikar á morgun, miðvikudaginn 6. maí­ kl. 17:00, í­ Öxarfjarðarskóla, Lundi

Ég minni á að vortónleikar Tónlistarskólans eru á morgun, miðvikudaginn 6. maí­ kl. 17.00. í­ Öxarfjarðarskóla, Lundi. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Vettvangsferðir yngsta stigs Öxarfjarðarskóla 16.og 21. aprí­l 2015

Í yngri deild er verið að fjalla um í­slensku húsdýrin. Vikuna 13.-17. aprí­l lærðu börnin um kúna og fórum við í­ þeirri viku gangandi í­ fjósið hjá Sigga Tryggva á Skinnastað, sem tók þar á móti okkur. Við fylgdumst með þegar kálfi var gefið mjólkurbland úr fötu, sumir smökkuðu eða lyktuðu af mjólkurduftinu áður. Þar næst skoðuðum við kú sem gengur með tvo kálfa undir sér, og einnig naut sem finnst mjög gott að láta klóra sér á bakinu með hrí­fu. Lyktin var mjög sterk, en við fórum í­ sund strax á eftir svo við urðum fljótt hrein og fí­n. Vikuna 20.-24. aprí­l lærðum við um hænur. Það var farið snemma morguns í­ rútu með Rúnari skólabí­lstjór, í­ heimsókn til Eyrúnar í­ Tungu en hún sýndi okkur þar hænur og þar voru lí­ka 22 þriggja vikna hænuungar. Við fórum gangandi til baka í­ skólann og var það hressandi göngutúr. Núna erum við að læra um hundinn. Gaman gaman. f.h. yngsta stigs, Vigdí­s og Kristí­n.

Vettvangsferðir yngsta stigs Öxarfjarðarskóla 16.og 21. aprí­l 2015

Í yngri deild er verið að fjalla um í­slensku húsdýrin. Vikuna 13.-17. aprí­l lærðu börnin um kúna og fórum við í­ þeirri viku gangandi í­ fjósið hjá Sigga Tryggva á Skinnastað, sem tók þar á móti okkur. Við fylgdumst með þegar kálfi var gefið mjólkurbland úr fötu, sumir smökkuðu eða lyktuðu af mjólkurduftinu áður. Þar næst skoðuðum við kú sem gengur með tvo kálfa undir sér, og einnig naut sem finnst mjög gott að láta klóra sér á bakinu með hrí­fu. Lyktin var mjög sterk, en við fórum í­ sund strax á eftir svo við urðum fljótt hrein og fí­n. Vikuna 20.-24. aprí­l lærðum við um hænur. Það var farið snemma morgun,s í­ rútu með Rúnari skólabí­lstjór, í­ heimsókn til Eyrúnar í­ Tungu en hún sýndi okkur þar hænur og þar voru lí­ka 22 þriggja vikna hænuungar. Við fórum gangandi til baka í­ skólann og var það hressandi göngutúr. Núna erum við að læra um hundinn. Gaman gaman. f.h. yngsta stigs, Vigdí­s og Kristí­n.