Fréttir

Skólasetning Öxarfjarðarskóla á morgun, fimmtudag, kl 17:30

Kæru foreldrar/forráðamenn/starfsfólk Minni á skólasetningu á morgun, fimmtudag 25. ágúst kl 17:30 Nemendur fá stundaskrá og innkaupalista eða upplýsingar um hvað þarf til, hjá umsjónarkennurum sí­num. Kennsla hefst svo daginn eftir, þ.e. föstudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá.. Skólaakstur Skólaakstur hefst föstudaginn 26. ágúst og verður með nokkurn veginn sama fyrirkomulagi og sí­ðast liðið skólaár. Helstur akstursleiðir eru nú, Reistarnes-Lundur-Lundur-Reistarnes, Lón-Lundur-Lundur-Lón, Sel/ Sandfellshagi-Lundur-Lundur-Sandfellshagi/Sel. Einnig er ekið frá Tóvegg í­ veg fyrir skólabí­l. Foreldrar sjá um akstur frá Gilsbakka. Tí­masetning skólabí­la • Kristinn Rúnar fer frá Lóni kl. 7:45 alla daga • Sigurður Reynir fer frá Reistarnesi kl. 7:30 alla daga • Skólabí­lar fara frá Lundi mánudaga til fimmtudaga kl 15:50. Föstudaga leggja skólabí­lar af stað frá Lundi kl 12:00. • Bernharð verður á hefðbundnum tí­ma á leiðinni Sel/ Sandfellshagi-Lundur-Lundur-Sandfellshagi/Sel Kveðja, Guðrún S. K. og Hrund

Skólahljómsveit Öxarfjarðarskóla í­ Skjálftasetrinu kl. 13:00 laugardaginn 25. júní­.

í†skan í­ Öxarfirði með rokktónleika: Skólahljómsveit Öxarfjarðarskóla flytur nokkur rokklög, kl. 13:00 laugardaginn 25. júní­, í­ Jarðskjálftasetrinu. Meðal annars Creedence Clearwater, Metallica, Guns n‘ roses o.fl. Flytjendur verða: Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Erna Rún Stefánsdóttir, Emil Stefánsson, Sindri Þór Tryggvason. Þar sem trymillinn Jón Alexander verður ekki á staðnum ætlar Unnar Þór Hlynsson að hlaupa í­ skarðið, eins verður Jóní­na Freyja ekki heima þessa helgi. Tónlistarmönnunum til aðstoðar og halds og trausts verða Reynir Gunnarsson tónlistarkennari, Tryggvi Hrafn Sigurðarson, kennari við Öxarfjarðarskóla og Kristí­n í“sk Stefánsdóttir foreldri og deildarstjóri deildarinnar á Kópaskeri. Við erum þakklát foreldrum flytjenda rokksveitarinnar sem tóku verkefninu strax vel og Hólmfrí­ði Halldórsdóttur fyrir að leyfa okkur að vera með verkefnið í­ Jarðskjálftasetrinu á Kópaskeri. Því­ miður getur undirrituð ekki verið með þar sem útskrift yngsta sonarins fer fram í­ Reykjaví­k þessa sömu helgi. Kær kveðja, Guðrún S K.

Myndlistarsýning sameinaðra leikskóladeilda á Kópaskeri, hefst föstudaginn 24. júní­ í­ Skerjakollu.

Leikskólabörnin á Kópaskeri eru svo sannarleg með framlag á Sólstöðuhátí­ð. Myndlistarsýning verður sett upp á föstudaginn í­ Skerjakollu og ég hvet ykkur til að koma og lí­ta á listaverk barnanna. Því­ miður getur undirrituð ekki verið með þar sem útskrift yngsta sonarins fer fram í­ Reykjaví­k þessa sömu helgi. Kær kveðja, Guðrún S K.

Laust starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

Við leitum við eftir leikskólakennara eða starfsmanni í­ 100% starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri. Þekking á leikskólastarfi æskileg. Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Sí­mi 465-2220/892-5226 e-mail gudrunsk@nordurthing.is , og Kristí­n í“sk Stefánsdóttir Sí­mi 4652405/849-3539 e-mail kristino@nordurthing.is

Skólaslit

Öxarfjarðarskóla var slitið í­ dag, 20. maí­.

íštivera og hreyfing

Veðurmælingar miðdeildar: Miðdeildin hefur verið að fást við veðurmælingar með Önku og notið útiveru um leið. Vettvangsskoðun yngsta stigs: Yngsta stig fór í­ fjárhúsin hjá Sigurði Tryggva og litu á sauðburðinn og litlu lömbin vöktu óskipta athygli hjá þeim. Leikskólinn: Starfsfólk leikskóladeilda hefur lagt áherslu á útiveru og hreyfingu og leikskólabörnin verið ótrúlega dugleg í­ gönguferðum.

íštikennsla í­ Akurgerði

Christoph fór með unglingadeildina í­ Akurgerði. Ungmennin höfðu undirbúið skil á skógræktarverkefni sem þau svo skiluðu af sér í­ skógí­num. Þetta tókst vel og skemmtilega og var drjúg útivera um leið.

Samstarf Björgunarsveitarinnar Núpa og Öxarfjarðarskóla

Haldið var landshlutamót á Húsaví­k 6.-8.maí­, þar sem björgunarsveitir af Norðurlandi sameinuðust með sí­na ungliða við störf og leik. Þar var m.a. sigið, siglt og farið í­ uppbyggjandi leiki. Kristján Ingi fór að sjálfsögðu með vaskan hóp frá okkur sem kom sáttur og ánægður heim að loknu móti.

Atvinnuþema og skólaslit

Atvinnuþema og skólaslit Atvinnuþema er dagana 17., 18. og 19. maí­. Skólaslit verða föstudaginn 20. maí­ kl 17:30.

Laus störf við Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli - er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 40 nemendur. Við leitum eftir í­þróttakennara sem er tilbúinn að taka þátt í­ þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellí­ðan starfsfólks og nemenda. Meðal kennslugreina eru: í­þróttakennsla og almenn bekkjarkennsla á yngsta stigi. Hæfnipróf í­ sundkennslu og þekking á Byrjendalæsi er mikilvægt. Umsóknarfrestur er til 20. maí­ 2016. Einnig leitum við eftir leikskólakennara eða starfsmanni við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri. Þekking á leikskólstarfi æskileg. Umsóknarfrestur er til 31. maí­ 2016. Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri. Sí­mi 4652246 e-mail gudrunsk@nordurthing.is