12.02.2016
Félagasamtök sem byggja á sjálfboðaliðum, takast á við ótal verkefni og láta gott af sér leiða, eru ómetanlegir burðarstólpar í samfélaginu og í því efni langar mig til að minnast á kvenfélögin og björgunarsveitirnar.
Þann 1. febrúar var dagur kvenfélaganna á Íslandi. Saga kvenfélaga á Íslandi er merkileg og sér yfir 100 ára sögu. Í áraraðir hafa kvenfélögin okkar staðið við bakið á samfélaginu okkar og látið gott af sér leiða. Það eru ófá verkefni sem kvenfélögin taka að sér og það er ómetanlegt hversu margir eru tilbúnir til þess að starfa sem sjálfboðaliðar í félagasamtökum sem kvenfélögunum okkar. Í okkar dreifbýla og víðfeðma samfélagi, Öxarfirði, er svo margt sem væri illmögulegt ef þessara kvenna nyti ekki við. Þetta eru aðdáunarverðar konur sem leggjast á eitt við að styrkja sitt samfélag. Í gegnum árin hafa kvenfélögin í skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla látið sér annt um skólastarfið og sýnt skólanum stuðning á margan hátt m.a. gert okkur kleyft að eignast búnað sem annars væri erfitt að setja fjármagn í. Nú síðast þennan vetur hafa kvenfélögin hér gert okkur mögulegt að kaupa skjávarpa í kennslustofu unglingastigs, miðstigs og yngsta stigs og við kunnum Kvenfélaginu Stjörnunni, Kvenfélagi Öxarfjarðar og Kvenfélagi Kelduhverfis, bestu þakkir fyrir þennan höfðinglega stuðning. Þetta gerir okkur auðveldara að miðla kennsluefni á rafrænu formi til nemenda t.d. fræðslumyndum o.fl.
Á myndinni má sjá fulltrúa kvenfélaganna í Öxarfirði með einn skjávarpanna, þær Ástu Helgu Viðar, Kvenfélaginu Stjörnunni, Sigurfljóðu Sveinbjörnsdóttur, Kvenfélagi Kelduhverfis og Ann-Charlotte Fernholm, Kvenfélagi Öxarfjarðar ásamt skólastjóra.
08.02.2016
Vegna ákveðinna aðstæðna viljum við ráða starfsmann í 100% starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, á Kópaskeri. Upplýsingar gefur skólastjóri, Guðrún S. Kristjánsdóttir, í síma 465-2246 eða 892-5226. gudrunsk@nordurthing.is
03.02.2016
Síðast liðna helgi, 30-31. janúar fór fram í Kaplakrika Meistaramót Íslands 11-14 ára. 354 keppendur voru skráðir til leiks frá 19 félögum. Gestaþátttakendur frá Treysti í Færeyjum settu skemmtilegan svip á mótið. Það er gaman að geta þess að nemandi í 8. bekk Öxarfjarðarskóla, Jón Alexander Arthúrson, vann gullið í sínum aldursflokki og er Íslandsmeistari í Kúluvarpi. Á myndinni má sjá Jón Alexander með verðlaunin ásamt þáttakendum sem lentu í öðru og þriðja sæti.
03.02.2016
Þessa sömu helgi og Meistaramótið fór fram, eða föstudaginn 29. janúar var haldin söng og tónlistarkeppni á Húsavík. Atriðin sem kepptu voru sextán og og fleiri hundruð ungmenni mættu á staðinn. Það þarf kjark til að standa frammi fyrir slíkum fjölda á sviði og flytja söngatriði. Jónína Freyja Jónsdóttir, nemandi í 8. bekk Öxarfjarðarskóla tók þátt í þessari keppni, með lagið To make you feel my love, og stóð sig með mikilli prýði. Undirrituð naut þeirra forréttinda að fá að fylgjast með hverju ungmenninu af öðru gleðja salinn með söng og tónlist
03.02.2016
Öskudag ber upp á miðvikudaginn 10. febrúar n.k. Foreldrafélagið mun líkt og undanfarin ár, bjóða upp á dagskrá fyrir grunnskólabörnin þann dag eftir hádegi. Að afloknum hádegisverði í skólanum munu þau sem vilja fá far með rútunni út eftir til Kópaskers. og syngja fyrir starfsfólk fyrirtækja þar. Á leiðinni verður komið við í Silfurstjörnunni. Eftir söngferðalagið verður farið í leiki í íþróttahúsinu (Pakkhúsinu). Foreldrar eru beðnir að sækja börn sín kl. 16.00. Leikskólabörn eru velkomin í hópinn en verða þá að vera í fylgd foreldra/ forráðamanna.
Börnin fá leyfi úr grunnskólanum eftir hádegið. Fararstjórar sönghóps verða Guðrún Lilja s. 866 29 22, Guðrún Jónsdóttir s. 842 43 62 og Hildur Sigurðar s.865 0293