Tónleikar á Kópaskeri
Nú er
nýlokið frábærum tónleikum, þar sem Djasskvartett Reykjavíkur spiluðu fyrir nemendur, starfsfólk og nokkra foreldra skólans. Koma
þeirra hingað er liður í verkefninu Tónlist fyrír alla. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga sem hefur
staðið í um 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau njóta
í flutningi frábærra íslenskra tónlistarmanna.
Tónleikarnir stóðu yfir í tæpa klukkustund og héldu tónlistarmennirnir áhorfendum við efnið allan tímann með líflegum flutningi og framkomu, auk þess sem áhorfendur sungu með í nokkrum lögum. Dagskráin var mjög skemmtileg hjá þeim og var ekki annað að heyra en almenn ánægja hafi verið með tónleikana, bæði hjá ungum sem öldnum.
Djasskvartett Reykjavíkur skipa þeir Sigurður Flosason, sem spilaði á saxófón ásamt því að kynna og leiða áhorfendur áfram á milli laga. Gunnlaugur Briem spilaði á trommur og slagverk, Tómas R. Einarsson spilaði á bassa og Eyþór Gunnarsson spilaði á píanó og bongótrommur.
Það var lista- og menningarsjóður Norðurþings sem bauð upp á tónleikana.
Þórhildur Sigurðardóttir
sérkennsluráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Þingeyinga kom þann 23. október sl. og flutti erindi um mikilvægi
jákvæðs viðhorf til náms. Þar sem það hefur borið óvenju mikið á neikvæðum röddum til námsins innan
nemendahópsins í haust, ákváðum við að fá Þórhildi til að vekja okkur til umhugsunar um hvað við starfsfólkið,
foreldrar og nemendur getum gert til að byggja upp jákvæðni og áhuga til námsins og efla samstarf milli heimila og skóla. Okkur fannst tilvalið að
hafa erindið í tengslum við námsefniskynningu skólans sem haldin var í Lundi. Þórhildur kom með marga góða punkta sem áttu fullt
erindi til okkar allra sem komum að nemendum skólans. Það voru því dálítil vonbrigði að fleiri foreldrar skyldi ekki sjá sér
fært að koma. Á eftir var skipt upp í litla umræðuhópa sem ræddu málin og skiluðu af sér punktum með helstu
niðurstöðum sem Huld safnaði saman og ætlar að vélrita og senda á netfangalista skólans. Við fengum góðfúslegt leyfi
Þórhildar til að fá glærurnar hennar og fylgja þær hér að neðan.
Fimmtudagskvöldið sl. hélt Öxarfjarðarskóli haustgleði. Þetta er orðin
árlegur viðburður, sem hófst með vorgleði en vegna ýmissa anna á vorin var ákveðið að flytja viðburðinn yfir á
haustið. Það eru nemendur í unglingadeild ásamt 7. bekk sem bera hitann og þungann af undirbúningi og utanumhaldi á þessari skemmtun og er
þetta liður í þeirra fjáröflun. Einnig hafa kennarar stutt duglega við bakið á þeim.
Undanfarna daga hefur
starfsfólk skólans heimsótt heimili nemenda skólans. Við höfum allstaðar fengið góðar móttökur og virðist þetta
fyrirkomulag á skólabyrjun mælast vel fyrir. Eitthvað var um að fólk væri að heiman og verða þau heimili ekki heimsótt
sérstaklega nema óskað verði eftir því. Við minnum einnig á að fólk er ávallt velkomið í heimsókn til að
ræða starfið
eða annað því tengt.