Fréttir

Tónleikar

Föstudaginn 11. maí kom Elvar Bragason ásamt krökkunum sem hafa verið í tónlistarsmiðju hjá honum á Húsavík. Þau héldu tónleika fyrir krakkana í félagsmiðstöðinni í Pakkhúsinum á Kópaskeri. Einnig höfðum við boðið Raufarhafnarkrökkunum að koma og vera með,

Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og var gaman að sjá hvað krakkarnir eru orðnir flinkir. Á eftir var smá ball þar sem Reynir sá um að vera DJ. Greinilegt var að mannskapurinn var orðinn þreyttur eftir langan dag og dró fljótt af fólki, svo ballið stóð aðeins til rúmlega 22. Vonandi að flestir hafi þó skemmt sér ágætlega.

Myndir eru hér.

Þjóðgarðsdagur

Þriðjudaginn 15. maí fóru nemendur og starfsfólk skólans í þjóðgarðsferð í Ásbyrgi. Nemendur unglingadeildar höfðu ásamt umsjónarkennurum sínum undirbúið dagskrá í formi pósta þar sem blandað var saman fróðleik og leikjum. Póstunum var dreift um byrgið og gengu yngri deild og miðdeild í sitt hvoru lagi á milli þeirra.

Það var sérlega gaman að sjá hvað unglingarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum sem leiðsögumenn og leiðbeinendur. Það var greinilegt að þau tóku hlutverk sín alvarlega og sinntu þeim að alúð.

Meðal pósta var fróðleikur um danspallinn og Ásbyrgishátíðir áður fyrr. Sagt var frá Ástarhellinum við útsýnisstaðinn, sagan um Huginn og Heiðblána var sögð við Botnstjörn og farið í ýmsa leiki.

Myndir frá ferð yngri deildar.
Myndir frá ferð miðdeildar.

Þjóðgarðsferð með dómnefnd á vegum Landsbyggðin lifi.

Föstudaginn 11. maí fórum við í þjóðgarðinn með Fríðu Völu og dómnefnd hennar, vegna verkefnisins ,,Unglingar og lýðræði”. Þetta var seinni hluti verkefnisins en fyrri hluti þess var fólgin í ritgerðarvinnu. 

tjodgardsferd_005.jpg
Við byrjuðum í Gljúfrastofu og kynntum fyrir þeim verkefnið ,,Þjóðgarðsskóli”. Svo var ferðinni heitið inn í byrgi þar sem við sögðum þeim sögur á viðeigandi stöðum. Við vorum einskonar leiðsögumenn þar sem krakkarnir úr 9.-10. bekk Raufarhafnarskóla voru með í för. Að lokum var farið aftur í Gljúfrastofu þar sem við lukum dagskránni.  
Fyrir hönd unglingadeildar:
Baldur
Chanee
Einar

Skoða myndir úr ferðinni

Marimbanámskeið ofl

Í gær kom Guðni Bragason ásamt 10 nemendum frá Húsavík og voru þau með Marimbanámskeið fyrir nemendur skólans. Allir nemendur fengu að spreyta sig á trommum og slagverki og sýndu mörg mjög góða takta. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir náðu að læra á þessum stutta tíma.

Deginum lauk á því að allir nemendur skólans komu fram og sýndu hvað þau höfðu lært. Ánægjulegt var að sjá að nokkrir foreldrar gátu séð sér fært að koma og sjá hvað börnin höfðu verið að læra. Það hefði verið þó enn skemmtilegra að sjá fleiri. Í lokin spilaði Marimbahópurinn frá Húsavík fjögur lög fyrir okkur og var frábært að fylgjast með hversu klár þau eru.

Allir áhorfendur skemmtu sér mjög vel og við færum Guðna og Marimbahópnum hans kærar þakkir fyrir skemmtilegan dag.

Myndir eru komnar inn hér

Einnig eru komnar fleiri myndir frá handverkssýningunni á sumardaginn fyrsta. Þarr eru m.a. myndir af handverki eldri borgaranna. Sjá hér.

Í dag er Þorsteinn Hymer búinn að vera hjá okkur og hefur hann kennt nemendur unglingadeildar og miðdleildar grunnatriði í skyndihjálp.

Unglingadeildin hefur verið frá hádegi í þjóðgarðinum að leiðsegja nemendum frá Raufarhöfn um staðinn ásamt fulltrúum frá samtökunum Landsbyggðin lifir. Myndir þaðan koma inn eftir helgi. Í kvöld koma krakkar frá Húsavík sem hafa verið í tónlistarsmiðju í vetur á vegum verkefnisins Líf án áfengis. Þau ætla að spila fyrir 7.-10. bekk hjá okkur og höfum við boðið Raufarhafnarkrökkunum að koma í heimsókn og vera með.

Öxarfjarðarskóla afhentar tölvur

Rannveig afhendir Huld skólastjóra vélarnarÁ fimmtudaginn í síðustu viku mætti Rannveig Snót, frá Fjöllum í Kelduhverfi, með góðar gjafir til skólans. Það voru fjórar notaðar tölvur með skjám og öllum fylgihlutum.

Heilbrigðisstofnun var að skipta út vélum hjá sér og bauð þær notuðu á góðu verði. Rannveig og Óli ákváðu að nota tækifærið og skipta sinni gömlu út. Þeim datt í hug að skólanum gætu nýst svona vélar, en um er að ræða pakka frá Hewlett-Packard sem samanstendur af tölvu, 17" flatskjá, bleksprautuprentara, lylkaborði og mús.

Rannveig fór á stúfana og fékk fyrirtæki á svæðinu til að leggja saman í þrjá pakka handa skólanum og svo gáfu hún og Óli gömlu vélina sína með, ásamt öllu sem henni fylgdi.

Þau fyrirtæki sem gáfu vélarnar voru:Ein af vélunum góðu
Fjallalamb, Kópaskeri
Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, Kópaskeri
Silfurstjarnan, Öxarfirði
Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis, Húsavík

Það er alltaf gaman að fá góðar gjafir og gott að finna hlýhug samsveitunga í garð skólans. Þessar tölvur munu koma að góðu gagni við kennslu og störf nemenda.

Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Aðalbjörn í­ 3. sæti í­ stærðfræðikeppni

Fjölbrautarskólinn á Húsavík bauð nemendum grunnskólanna í Þingeyjarsýslum til stærðfræðikeppni. Undankeppni fór fram fyrir páska í grunnskólunum og tóku 29 nemendur úr 5 skólum þátt í henni. Sl. laugardag kepptu 10 efstu úr undankeppninni til úrslita í FSH. Við áttum þarna tvo fulltrúa, þau Aðalbjörn og Ke. Aðalbjörn náði þeim frábæra árangri að verða í 3. sæti. Við erum ákaflega stolt af honum og óskum honum til hamingju með árangurinn.

Handverkssýning á Kópaskeri

Á sumardaginn fyrsta hefur sú hefð skapast að vera með samsýningu á handverki eldri borgara af svæðinu og nemenda við skólann á Kópaskeri. Erla Kristinsdóttir á heiðurinn af þessu framtaki og hefur sýningin alltaf verið hin veglegasta.

Síðast liðinn fimmtudag var sýning á verkunum og var margt glæsilegra hluta að sjá. Komu fjölmargir að líta á afrakstur vetrarins og þáðu kaffi og meðlæti sem var í boði foreldrafélags Öxarfjarðarskóla, verslunarinnar Bakka og Íslensk-Ameríska.

Myndir af munum eru hér og vonandi bætast bráðlega við fleiri myndir af verkum eldri borgaranna og frá sýningunni sjálfri.

Opnun Gljúfrastofu

Nemendur skólans voru í stóru hlutverki í gær þegar Gljúfrastofa var formlega opnuð. Yngri nemendur skólans sungu frumsamið lag Guðrúnar S. K. um tröllaskoðun í þjóðgarðinum og sögðu frá tröllasögum sínum og tröllunum sem þau gerðu úr steinum. Einar, Aðalbjörn, Baldur, Friðbjörn, Kristveig og Íris úr unglingadeild fóru með ýmsa texta um þjóðgarðinn og sögðu frá þjóðgarðsskólaverkefninu. Síðan klipptu Hlynur Aðalsteins, Lillý Óla og Bjarni Þór, ásamt umhverfisráðherra, á borðann inn í "hlöðuna" þar sem sýningin er.

Myndir frá opnuninni eru hér.

Söfnun fyrir Barnahjálp ABC

Í ár tók skólinn að venju þátt í verkefninu Börn hjálpa bórnum. Nemendur miðdeildar gengu í hús núna í mars og söfnuðu framlögum fyrir ABC Barnahjálp. Afraksturinn, 25.354 kr. fóru inn á reikning ABC. Þessir peningar eiga eftir að koma sér vel fyrir munaðarlaus og þurfandi börn í Pakistan, Kenya og Úganda. 

Ýmsar fréttir frá Öxarfjarðarskóla

Ýmislegt hefur verið að gerast í Öxarfjarðarskóla síðasta mánuðinn þó ekki mikið hafi borið á því hér á heimasíðunni. Verður það að skrifast á annríki umsjónarmanns. En nú eru komnar myndir inn á vefinn af því helsta sem á daga okkar hefur drifið.
Smellið á Lesa meira til að lesa nánar um það sem hefur verið á döfinni.