Tónleikar
Föstudaginn 11. maí kom Elvar Bragason ásamt krökkunum sem hafa verið í tónlistarsmiðju hjá honum á Húsavík. Þau héldu tónleika fyrir krakkana í félagsmiðstöðinni í Pakkhúsinum á Kópaskeri. Einnig höfðum við boðið Raufarhafnarkrökkunum að koma og vera með,
Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og var gaman að sjá hvað krakkarnir eru orðnir flinkir. Á eftir var smá ball þar sem Reynir sá um að vera DJ. Greinilegt var að mannskapurinn var orðinn þreyttur eftir langan dag og dró fljótt af fólki, svo ballið stóð aðeins til rúmlega 22. Vonandi að flestir hafi þó skemmt sér ágætlega.

Í
gær kom Guðni Bragason ásamt 10 nemendum frá Húsavík og voru þau með Marimbanámskeið fyrir nemendur skólans. Allir
nemendur fengu að spreyta sig á trommum og slagverki og sýndu mörg mjög góða takta. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir
náðu að læra á þessum stutta tíma.
Allir
áhorfendur skemmtu sér mjög vel og við færum Guðna og Marimbahópnum hans kærar þakkir fyrir skemmtilegan dag.
Á fimmtudaginn í síðustu viku mætti Rannveig Snót,
frá Fjöllum í Kelduhverfi, með góðar gjafir til skólans. Það voru fjórar notaðar tölvur með skjám og öllum
fylgihlutum.
Fjölbrautarskólinn á Húsavík
bauð nemendum grunnskólanna í Þingeyjarsýslum til stærðfræðikeppni. Undankeppni fór fram fyrir páska í grunnskólunum og
tóku 29 nemendur úr 5 skólum þátt í henni. Sl. laugardag kepptu 10 efstu úr undankeppninni til úrslita í FSH. Við áttum
þarna tvo fulltrúa, þau Aðalbjörn og Ke. Aðalbjörn náði þeim frábæra árangri að verða í 3. sæti. Við
erum ákaflega stolt af honum og óskum honum til hamingju með árangurinn.
Á sumardaginn fyrsta hefur sú hefð skapast að vera með samsýningu á
handverki eldri borgara af svæðinu og nemenda við skólann á Kópaskeri. Erla Kristinsdóttir á heiðurinn af þessu framtaki og hefur
sýningin alltaf verið hin veglegasta.