Föstudaginn 1. Febrúar næstkomandi verður svokölluð Starfamessa haldin á Akureyri
30.01.2019
Silja Jóhannesdóttir hefur tekið við sem verkefnastjóri hjá GERT. GERT er verkefni á landsvísu sem Samtök iðnaðarins stýra. Í upphafi tóku höndum saman hér á svæðinu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar til að vinna verkefninu veg. Einnig hefur Þekkingarnet Þingeyinga ákveðið að vera með.
Föstudaginn 1. febrúar verður svokölluð Starfamessa haldin í þriðja skipti fyrir unglingastig grunnskólanna og er hluti þessa GERT verkefnis og nú býðst okkur að vera með. Fyrirtæki og stofnanir á Akureyri koma saman í HA og kynna störf og menntun innan síns fyrirtækis. Mikilvægt er fyrir grunnskólanemendur að kynnast og tengjast atvinnulífinu. Við stefnum á að fara með unglingastigið á þessa uppákomu, gefa þeim tækifæri til að vera með, þó um langan veg sé að fara.
Verkefnið snýr að því að efla grunnmenntun í raunvísindum og tækni. Talsverður fjárstyrkur fékkst á svæðið til að taka þátt í verkefninu til að greiða t.d. ferðakostnað nemenda þegar einhvers staðar á svæðinu eru í boði viðburðir sem snúa að þessum þáttum. Verkefnin eru fleiri og margvísleg, t.d. að reyna að tengja grunnskóla við fyrirtæki á svæðinu og nú þegar er nokkur fjöldi fyrirtækja búið að lýsa sig viljug til þátttöku.
Til að kynna þetta verkefni kom Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem vinnur hjá SI á svæðið 18. janúar ásamt Silju og kynntu þær stöllur verkefnið fyrir okkur.